Strimillinn á lista TÞS yfir styrkþega 2015

Strimillinn er á lista yfir þá sem Tækniþróunarsjóður ætlar að bjóða til samninga fyrir fyrri úthlutun árs 2015. Lítur út fyrir að Strimillinn fái frumherjastyrk, en þeir eru yfirleitt í kringum 14 milljónir á tveim árum, þ.e. 7 milljónir á ári.

Strimillinn er hugbúnaður sem fylgist með verðlagi matvöruverslana á Íslandi, og hefur verið umtalað sem einn mest spennandi sprotinn þessa dagana síðan verkefnið vann Gulleggið fyrir í vor. Varan myndgreinir ljósmyndir af strimlum sem notendur senda inn eftir matvörukaup, og fylgist þannig sjálfkrafa með verðlagsþróun.

Opið er fyrir prófanir hjá Strimlinum og geta áhugasamir tekið þátt í að þróa vöruna á heimasíðu þeirra, strimillinn.is