Apple, Google, Facebook og friðhelgi einkalífs – Hlaðvarp Norðurskautsins

Í þætti dagsins fjalla Kiddi og Jökull um friðhelgi einkalífs (privacy) og tvær mjög mismunandi afstöður risanna til þeirra, sem og togstreituna milli neytendaábata og friðhelgi, sem á sér stað í flestum mobile vörum dagsins í dag.

Ástæða efnisvalsins er umfjöllun um ræðu Tim Cook, sem sagði að notendur Apple væru ekki varan, sem hefur verið mikil síðustu daga í fjölmiðlum vestanhafs og á Twitter.

Hér er umfjöllun The Verge um málið.

Apphagkerfið – Hlaðvarp Norðurskautsins

Í þættinum í dag fjalla Kiddi og Jökull um apphagkerfið, hvernig það skiptist, stærð og hvernig það hefur verið að þróast síðustu ár.

Benedict Evans er með góða færslu um stærð hagkerfisins.

Tíst frá Eric Seufert um kínversku fyrirtækin:

//platform.twitter.com/widgets.js

Sprotahlaðvarpið Meercast gengur til liðs við Norðurskautið

Einhverjir kannast eflaust við hlaðvarpið Meercast sem hóf göngu sína fyrr í vor. Þar tóku þeir Kristinn Árni og Jökull Sólberg fyrir ýmis málefni tengd sprotafyrirtækjum og þeirra umhverfi í hnitmiðuðum 8-10 mínútna þáttum.

Þeir hafa ákveðið að færa dagskrárgerð sína undir merki Norðurskautsins, og munu halda áfram að gefa út hlaðvörp með sama sniði hér á Nordurskautid.is

“Það er frábært að sjá þetta framtak og við vildum endilega taka þátt” segir Jökull í samtali við Norðurskautið. “Það munu koma þættir hingað inn á næstunni!”

Talsmenn Norðurskautsins eru mjög ánægðir með liðsaukann sem þeir fá með aðkomu Meercast þáttana og vonast til að það muni auka úrval þess efnis sem er aðgengilegt notendum Norðurskautsins.

Fyrsti nýi þátturinn, sem verður gefinn út undir nafninu “Hlaðvarp Norðurskautsins” kemur út á morgun, mánudag. Einnig munu eldri þættir verða aðgengilegir hér á vefnum.

Þessar breytingar munu ekki hafa áhrif á þá sem nú þegar eru áskrifendur að Meercast, heldur verða upplýsingarnar einungis uppfærðar. Áhugasamir geta orðið áskrifendur hér: Hlaðvarpið á iTunes