Frumtak 2 áætlar að fjárfesta fyrir 1 milljarð á árinu

Eggert Claessen. Mynd: Frumtak.is
Eggert Claessen. Mynd: Frumtak.is

Frumtak 2 áhættufjárfestasjóður ráðgerir að fjárfesta í að minnsta kosti fjórum fyrirtækjum það sem eftir er af árinu. Heildarfjárfesting verði 1 milljarður. Frumtak 2 var stofnaður í vor og hefur enn ekki tilkynnt um neinar fjárfestingar. Miðað við þessar upplýsingar, mun sjóðurinn fjárfesta að meðaltali 200 milljónum á mánuði það sem eftir er ári.

Þetta kemur fram í samtali Norðurskautsins við Eggert Claessen, framkvæmdastjóra sjóðsins, í umfjöllun um fjárfestasjóðina þrjá sem tilkynntu fjármögnun í vor; Frumtak 2, Eyri Sprota og Brunn Vaxtarsjóð.

Frumtak 2 er 5 milljarða króna sjóður sem fjárfestir fyrir 100-500 milljónir í fyrirtækjum sem komin eru af klakstigi.