Íslenska leikjafyrirtækið Klang Games, sem stendur að baki leiknum ReRunners,
var að tilkynna um fjárfestingu frá félaginu London Venture Partners. LPV fjárfesti áður í finnska félaginu SuperCell sem hefur náð mjög miklum árangri með leikjum sinum Clash of Clans og Boom Beach. Þetta kemur fram á Venture wire.
Teymið á bakvið Klang er mjög ánægt með tilvonandi samstarf. „Margra ára reynsla LVP og innsýn í leikjaframleiðslu, bæði hefðbundna og á snjalltækjum, er mjög mikils virði fyrir okkur,“ segja Oddur Magnússon, einn stofnenda, í fréttatilkynningu. David Lau-Kee, fjárfestir hjá LVP sagði um samstarfið að “LVP er stolt af því að fjárfesta í efnilegum leikjafyrirtækjum með skýra sýn og möguleikann á að gera frábæra hluti fyrir leikjabransann.“
Norðurskautið hefur áður fjallað um ReRunners leikinn, og líkt og þar kom fram eru áætlanir Klang Games að soft-launcha ReRunners til að læra um notendur og hegðun þeirra. Leikurinn verður fyrst gefinn út í Ástralíu, Nýja Sjálandi og Filipsseyjum, en stefnt er að gefa hann út á heimsvísu í október.
You must be logged in to post a comment.