Helgarlesturinn: Fullt um fjármagn

Þema helgarlestrarins þessa vikuna er fjármagn & fjármögnun. Fyrr í vikunni gáfum við út hlaðvarp um það sama (sjá hér) og í kjölfarið hefur mikið af áhugaverðu efni um sprotafjármögnun dúkkað upp.

a16z hlaðvarpið: Venture Capital með augum LP’s

Venture Capital fyrirtæki byggja á tveimur tegundum af Partners, annarsvegar General Partners (GP’s), sem reka sjóðinn og sjá um fjárfestingar í sprotafyrirtækjum, og hins vegar Limited Partners (LP’s) – sem fjárfesta í sjóðunum (t.d. lífeyrissjóðir, stærri fjárfestingasjóðir ofl.). Í þessu virkilega áhugaverða spjalli við LP’s hjá Andreessen Horowitz segja nokkrir fjárfestar m.a. frá ástæðum þess að þeir fjárfesta í VC sjóðum og afhverju þeir fjárfesta frekar í bandarískum VC sjóðum en evrópskum (spoiler: það er af því sjóðsstjórarnir í US eru betri).

K9 Ventures um breytinguna sem hefur orðið í seed-fjármögnun

Manu Kumar, fjárfestir hjá K9 Ventures, fjallar hér ítarlega um breytinguna sem hefur orðið, og er að verða, í fjármögnun sprotafyrirtækja, og þá sérstaklega um hvernig seed-round fjárfestingar hafa stækkað og þeim fjölgað. Hann fer yfir hvernig það hefur áhrif á Series A, og líklegar ástæður þessara breytinga.

Hvað er að gerast í VC fjármögnun með Benedict Evans (Slidedeck)

Mjög áhugavert slidedeck frá Benedict Evans og félögum hjá a16z sem fjallar um hvað er að gerast í fjármögnun sprotafyrirtækja í Bandaríkjunum. Þeir svara m.a. spurningunni „Er tæknibóla í Kísildal?“ (Spoiler: Þeir segja Nei (Innskot blaðamanns: þeir eru VC fjárfestar svo þessu skal tekið með fyrirvara)). Í þessu hlaðvarpi fjalla þeir félagar um niðurstöðurnar hjá sér. Áhugavert efni þar er umfjöllun um að fyrirtæki í dag taki frekar VC fjárfestingu en að fara í IPO, og ástæðuna fyrir því.