Radiant Games á Startup Bootcamp Alumni Summit í London

Vignir Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Radiant Games, er þessa stundina í London á Startup Bootcamp Alumni viðburði.

Radiant Games er ekki útskrifað úr Startup Bootcamp, og verður fyrirtækið þar sem external startup, sem samkvæmt Vigni er invitation only. Möguleikinn kom uppá borð hjá þeim fyrir stuttu og þeir ákváðu að slá til.

„Þetta er frábært tækifæri fyrir okkur að halda áfram að tengjast evrópskum fjárfestasjóðum,“ segir Vignir. „Að mæta á þennan viðburð er liður í vinnu okkar að sækja seed fjármagn. Markmiðið er að mynda tengingar við sjóði sem hafa áhuga á að skoða það að taka frekar þátt í seed fjármögnun hjá okkur.“ Radiant Games var nýlega á Nordic Game ráðstefnunni í svipuðum erindum.

Meðal gesta á ráðstefnunni eru virtir sjóðir eins og Accel Partners og Google Ventures.

Radiant Games hafa áður fengið um 45 milljónir í styrki frá Tækniþróunarsjóði.