Startup Iceland á morgun - Norðurskautið verður á staðnum

Á morgun fer fram fjórða Startup Iceland ráðstefnan. Meðal þeirra erlendu gesta sem koma á ráðstefnuna eru Brad Feld, fjárfestir og áhugamaður um uppbyggingu sprotaumhverfa, Om Malik, stofnandi GigaOm.com, Ingrid Vanderveldt, stofnandi Empowering a Billion Women by 2020, Keith Teare, meðstofnandi TechCrunch. Ýmis þekkt andlit úr íslensku sprota- og viðskiptalífi verða einnig á svæðinu, eins og Helga Waage frá Mobilitus / Promogogo og Hjálmar Gíslason frá Datamarket. Dagskrá ráðstefnunnar má sjá hér.

Þar að auki munu sprotafyrirtæki fá tækifæri til að pitcha sínum verkefnum og Sigurður Páll Hreinsson, forstjóri Deloitte, kynna verkefni sem Deloitte á Íslandi mun fara af stað með til að styðja við frumkvöðla og sprotastarf á Íslandi.

Norðurskautið mun vera á staðnum og segja frá helstu fréttum. Við munum bæði setja inn pistla á síðuna, sem og tísta nokkuð reglulega á @nordurskautid.