Nýr QuizUp kominn út eftir langa bið

Starfsmenn QuizUp að ýta á „release“ takkann í App Store upp úr miðnætti í gærkvöldi.

Ný útgáfa af QuizUp, spurningaleiknum sem íslenska fyrirtækið Plain Vanilla Games framleiðir, kom út í dag á Android, iOS og sem vefsíða. Í uppfærslunni, sem tók um 10 mánuði í framleiðslu, er lögð rík áhersla á félagslega þætti appsins, en fyrirtækið sér vaxtarmöguleika í að verða vettvangur þar sem fólk getur tengst öðru fólki í gegnum sameiginleg áhugamál. Útgáfa fyrir Windows Phone er væntanleg.

Nýja útgáfan er endurhönnuð frá grunni en það eina sem er eins og í fyrri útgáfu er spurningaleikurinn sjálfur. Búið er að bæta við newsfeed skjá sem birtir samtöl, myndir og pósta úr áhugamálunum sem notendur fylgja, og gerir fólki kleift að spjalla og ‘like-a’ færslur.

Leit að notendum í QuizUp 2.0.
Leit að notendum í nýju útgáfu QuizUp.

Í appinu er nýr valmöguleiki sem gengur út á að finna einstaklinga með svipuð áhugamál og notandinn. Viðmótið er kunnuglegt, en allir sem hafa prófað Tinder ættu að kannast við það.

Plain Vanilla er um þessar mundir í miklu markaðsstarfi að kynna nýja QuizUp, sem hófst með launch-teiti fyrir blaða- og bransafólk í New York í gær, miðvikudaginn 20. maí. Mikil umfjöllun hefur verið um QuizUp í dag í fjölmiðlum vestanhafs, en margir stórir fjölmiðlar hafa fjallað um málið. Meðal annars Techcrunch, The Verge og The Next Web.

Athygli vekur að engin ‘búð’ er í nýju útgáfunni, þar sem notendur geta keypt in-app hluti sem hjálpa þeim að ganga betur í leiknum, en það bendir til þess að QuizUp ætli ekki að feta í fótspor annarra leikja eins og Angry Birds eða Clash of Clans sem fá tekjur með því að selja notendum forskot í leiknum.

Stóra spurningin er hvort notendur muni taka vel í nýjungarnar í forritinu, því ljóst er að mikið veltur á uppfærslunni. Margir hafa velt fyrir sér hvernig QuizUp ætli að græða peninga en miðað við breytingarnar þá virðist QuizUp ætla að veðja á þá leið að láta aðra borga fyrir aðgang að notendunum (með auglýsingum). Ef að notendur taka vel í breytingarnar, ný samfélög myndast í appinu og langtímanotkun eykst þá ætti það að auka möguleika til tekjuöflunar.

Now that’s pivot I wasn’t expecting: previously viral @QuizUp game is now… a chat community app?!? Trying it out.. pic.twitter.com/mv6sdHpJo0
— Hunter Walk (@hunterwalk) May 21, 2015

//platform.twitter.com/widgets.js

Athugasemd: Kristinn Árni, annar stofnenda Norðurskautsins, er starfsmaður hjá Plain Vanilla Games.